Alla föstudaga kl. 17:00-18:00.
Síðasta námskeið fyrir sumarfrí klárast 23. maí, hægt að koma í stakan tíma.
Magadans, dulúðugi dansinn úr austrinu sem styrkir bak og miðju. Tímarnir auka úthald og hreyfigetu. Magadans hefur verið stundaður í árþúsundir og stuðlar að jafnvægi, styrk, meltingu, samhæfingu og sjálfstrausti auk þess að vera skemmtilegt og tjáningarríkt dansform. Hreyfingarnar eru mjúkar og henta vel öllum konum, styrkja stoðvöðva, grindarbotn og losa um mjaðmir.