Við Manar Azzeh ætlum að kenna palestínskan dabke og magadans á DansDögum Íslenska Dansflokksins og Dansverkstæðisins.
Fyrir ári samdi ég dans við lagið Milliardat eftir Palestínsku hip hop hljómsveitina DAM. Ég vildi að lokakafli dansins yrði dabke og fékk dansarann Manar í verkið. Manar er frá Palestínu og dansaði í áraraðir með sama danshópnum frá því hún var barn. Hún býr núna á Íslandi og hefur kennt dabke víða, meðal annars með mér í Kramhúsinu.
Núna sameinumst við aftur og kennum dansinn á Dansverkstæðinu. Þið megið búast við hraða og svita, gleði og geggjuðum krafti.
23. maí klukka 10.00 - 12.00
Dagskrá í heild: https://id.is/dansdagar-2/