Námskeiðið ÉG DANSA TIL AÐ GLEYMA sló í gegn í vetur og verða því tveir aukatímar í maí. Tímarnir eru að venju á Dansverkstæðinu að Hjarðarhaga 47 í Vesturbænum. Salir eru á annarri hæð.
Aðgengi er gott og lyfta á staðnum.
Aukatímarnir verða: Miðvikudagana 14. og 21. maí kl. 17:15 - 18.15
Þetta er opið dansnámskeið fyrir alla líkama þar sem við dönsum frá okkur áhyggjum líðandi stundar.
Komdu með þitt óskalag og við dönsum við það saman!
Skráning hér: https://forms.gle/4ED88Uz6e1tE9vkF9