Einstök 8 daga sólar og magadansferð til Egyptalands. Í ferðinni fáum við bæði að njóta dásamlegra daga í Hurgada þar sem við dönsum magadans í góða veðrinu, njótum þess að slaka á við einkaströndina og við sundlaugabakkana á glæsilega 5 stjörnu Jaz Aquamarine resortinu og ótalmargt fleira skemmtilegt á dagskrá. Við heimsækum líka Kaíró þar sem við fáum að upplifa píramídana, Sphinxinn og hið stóra egyptalandssafn GEM. Dvölin á Jaz Aquamarine í 6 nætur er með öllu fæði og drykkjum inniföldum.
Fararstjóri í ferðinni er Íris Stefanía. Hún hefur dansað magadans í yfir tuttugu ár og er fastur kennari í Kramhúsinu. Hún er menntuð í bókmenntafræði, hagnýtri menningarmiðlun og er með master í sviðslistum. Hún hefur brennandi áhuga á menningarsögu miðausturlanda með áherslu á goða og gyðjusögur Mesapótamíu og Egyptalands til forna. Íris mun meðal annars kenna dans sem hún samdi sem er óður til gyðjunnar Ísisar.